Vesturbæjarskóli
      
	Grunnskóli, 1.-7. bekkur
Sólvallagata 67
101 Reykjavik
Ísland
			Styttu þér leið
Er barnið þitt að byrja í grunnskóla
Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.
Farsæld barna
Ný lög um farsæld barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Markmið laganna er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Leið forsjáraðila eða barns til að hefja þessa farsældarþjónustu er í gegnum beiðni um samþættingu þjónustu.
Skólahverfi Vesturbæjarskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Vesturbæjarskóla.
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Mikilvægt er fyrir skólann að hafa yfirsýn og halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.
		Tengt efni á Reykjavik.is
- Einelti í skóla- og frístundastarfi Einelti og ofbeldi er ekki liðið í grunnskólum Reykjavíkurborgar.
 - Frístundaheimili Frístundastarf fyrir 6-9 ára börn.
 - Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborg hefur það að markmiði að tryggja öryggi allra persónuupplýsinga sem unnið er með.
 - Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar.
 - Skólahljómsveitir Vandað tónlistarnám fer fram í skólahljómsveitunum Reykjavíkurborgar.