Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Vesturbæjarskóli er skóli fyrir börn í 1. – 7. bekk. Skólinn er staðsettur á horni framnesvegar og sólvallagötu í gamla vesturbænum. Við skólann starfa um 50 manns og nemendur eru um 300 talsins. Vesturbæjarskóli er Réttindaskóli Unicef þar sem áhersla er á að byggja upp lýðræðislegt skólaumhverfi og rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í samfélaginu.

Vesturbæjarskóli

Vesturbæjarskóli var stofnaður árið 1958 og fékk til umráða hús gamla Stýrimannaskólans við Öldugötu 23 en í því húsnæði hafði þá verið rekinn um árabil Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. Fyrsta skólaárið voru 250 nemendur í tíu bekkjardeildum í Vesturbæjarskóla og þótti rúmt um þá miðað við aðra skóla í Reykjavík á þessum tíma. Fyrsti skólastjóri Vesturbæjarskóla var Hans Jörgensson. 

Stefna Vesturbæjarskóla

Í Barnasáttmálanum stendur að öll börn eiga rétt á menntun. Menntun er mannréttindi og ein mikilvægasta grunnstoð velferðarkerfisins. Skólastefnan kemur inn á faglega forystu skólafólks, nemendur, skólann sjálfan og samstarf heimila og skóla.

Starfsfólk

Markmið skólans er að hafa hæft og vel menntað starfsfólk með fjölbreytta og faglega þekkingu og reynslu. Skólinn á að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem fagleg vinnubrögð, umhyggja og samvinna eru ríkjandi þættir. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun er gefin út árlega og er í henni meðal annars gerð grein fyrir stefnu skólans, leiðarljósum og markmiðum. Þar má finna skóladagatal, upplýsingar um verksvið starfsmanna, skipulag skólaársins, stoðþjónustu, viðburði og annað sem varðar starfsemi skólans ár hvert.  

Skóladagatal

Skóladagatal er gefið út fyrir hvert skólaár. Skóladagatalið sýnir þá daga sem nemendur eiga að vera í skólanum, hvaða daga er vikið frá hefðbundnum skóladegi og hvaða daga nemendur eiga fríSkóladagatalið er gagnvirkt þar sem finna má lýsingu á viðburðum skólaársins.

Teikning af hópi hlæjandi barna.

Verklagsreglur og áætlanir

Farsældarhjólið

Í Farsældarhjólinu okkar má finna áætlanir og verklagsreglur sem snúa að námi, líðan og samskiptum barna. Hér eru áætlanir um farsæld í þágu barna, forvarnarstarf, skólasókn, kannanir og greiningu, hinsegin vænan skóla, barnavernd, jafnréttisáætlun og áætlun gegn einelti.

Öryggisáætlun

Í öryggisáætlun er að finna áætlun um velferð barna, upplýsingar um öryggi í starfsumhverfi Vesturbæjarskóla, áfallaáætlun skólans og upplýsingar um hvernig eftirliti er hagað.

Starfsþróunaráætlun

Í kjarasamningi kennara segir m.a. um starfsþróun og starfsþróunaráætlun að tími til starfsþróunar markast af samningsbundnum 150 (126/102) klst. á ári til símenntunar og undirbúnings kennara. 

Skólareglur

Skólareglur Vesturbæjarskóla taka mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Grunnforsendur Barnasáttmálans eru útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir sem teknar eru í skólastarfinu og þær endurspeglast í samskiptum allra í skólasamfélaginu.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teiknuð mynd af barni, kennara og foreldri sem sitja saman við borð.

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Mat á skólastarfi

Innra mat er fagleg ígrundun og greining á gögnum um skólastarfið þar sem mat er lagt á hversu vel tekst að ná þeim gæðum og þeim árangri sem stefnt er að út frá fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Matið gerir skólum kleift að kynnast starfi sínu vel og að finna bestu leiðirnar til umbóta fyrir nemendur. Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.